miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svana frá Neðra-Ási hefur eigendaskipti

3. desember 2009 kl. 12:59

Hefur gefið nýjum eiganda tvö folöld

Svana frá Neðra-Ási, móðir stóðhestanna Magnúsar frá Dal og Victors frá Diisa, skipti um eiganda í fyrra. Fyrri eigandi, Dianna Dønns, seldi hana samlöndu sinni Pernillu Brich, sem á og rekur hrossaræktarbúið Hejelte, sem er eitt það stærsta í Danmörku. Svana var geld í nokkur ár eftir að hún eignaðist Victor en hefur nú gefið Pernillu tvö afkvæmi, hest undan Frosta frá Heiði og hryssu undan Gauk frá Innri-Skeljabrekku. Hún er nú fylfull við Tóni frá Auðsholtshjáleigu. Dianna leigði Svönu þrisvar til annarra ræktenda. Bo Hansen fékk tvö afkvæmi undan henni og Helle Martensen eitt, stóðhestinn Magnús. Helle var kjörin ræktunarmaður ársins 2009 í Danmörku og vóg Magnús þar þyngst á metunum.