mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Svakalega rúmur og á auðvelt með að dansa á hægu"

24. júlí 2012 kl. 15:00

"Svakalega rúmur og á auðvelt með að dansa á hægu"

Þetta var mjög óvænt en alveg svakalega gaman. Stormur er mikill karakter. Hann er stoltur, flugviljugur og er mjög skemmtilegt að vinna með hann. Hann hefur mikla útgeislun en hann er með þetta svokallað "stóðhestalúkk", segir Árni Björn Pálsson en hann og Stormur frá Herriðarhóli eru hástökkvarar Íslandsmótsins en þeir komu efstir inn í b úrslitin, sigruðu þau og gerðu sér síðan lítið fyrir og sigruðu a úrslitin. “Það sem Stormur hefur fram yfir marga aðra hesta er að hann er svakalega rúmur og á líka auðvelt með að dansa á hægu,” segir Árni Björn en Stormur hlaut þrjár 9,0 og tvær 9,5 fyrir greiða töltið.

“Framtíðin er óráðin en hann fer í hryssur núna svo verður framhaldið bara að koma í ljós. Mig langar að prufa að fara með hann í fjórgang en hann er með mjög gott fet og stökk og brokkið er svif- og hreyfingarmikið. Hann ætti að geta skorað vel í fjórgang,” segir Árni Björn að lokum sáttur með árangurinn á mótinu.