föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svæðisskipt liðskipan í KEA mótaröðinni

20. janúar 2015 kl. 11:43

Líney María Hjálmarsdóttir sigraði einstaklingskeppninna í KEA mótaröðinni 2014. Mynd: Rósberg Óttarsson

Áhugasömum knöpum er bent á að skrá sig hjá tengiliðum fyrir 5.febrúar.

Áfram verður liðakeppni í KEA mótaröðinni, en þó með aðeins breyttu sniði í ár því liðin verða svæðisskipt eftir því hvar knapinn stundar hestamennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mótanefnd Léttis.

Keppt verður í þremur flokkum:

 1. Mikið vanir
 2. Meðal vanir
 3. Lítið vanir

Í hverjum flokki telja tveir efstu í hverju liði til stiga. Níu efstu knaparnir í hverjum flokki fá stig í einstaklingskeppni.

Liðin verða eftirfarandi:

 • 1. Akureyri – Lögmannshlíð: Höskuldur Jónsson s.8925520 netfang: elfa@nett.is
 • 2. Akureyri og nágrenni (Breiðholt og Eyjafjörður út og suður): Camilla Hoj – camillahoei@hotmail.com
 • 3. Hörgársveit: Þór Jónsteinsson s.8991057
 • 4. Fyrir austan Vaðlaheiði: Einar Víðir s 8693248
 • 5. Aðrir knapar frá fleiri aðildarfélögum: Baldvin Ari s.8941345


Áhugasömum knöpum er bent á að skrá sig hjá viðkomandi tengiliðum fyrir 5.febrúar.

 Keppnisdagar KEA mótaraðar í ár eru eftirfarandi:

 • Fjórgangur 19.feb
 • Fimmgangur 6.mars
 • Tölt 27.mars
 • Smali, skeið og lokahóf 24. apríl

Ekki er skylda að keppa í öllum greinum.