sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Súper-Stjarni og fleiri stjörnur

21. september 2010 kl. 15:40

Hrossasræktin á Ytra-Dalsgerði í Hestar og hestamenn

Allir hestamenn þekkja Náttfara frá Ytra-Dalsgerði. Færri vita að margir fleiri þekktir gæðingar voru undan hryssum frá Ytra-Dalsgerði. Má þar nefna Súper-Stjarna frá Svignaskarði, sem breytti ímynd íslenska klárhestsins, Villing frá Möðruvöllum, sem átti í Íslandsmet í 250m skeiði um tíma, og Hlyn frá Akureyri, sem varð efstur í B-flokki og tölti á LM1978 á Þingvöllum.

Ennþá koma gæðingar frá Ytra-Dalsgerði. Skeiðhryssurnar Lúta, Hnoss og Storð eru framúrskarandi garpar. Og Lektor og Krókur eru með hæst dæmdu stóðhestunum í ár, með framúrskarandi einkunnir fyrir sköpulag.

Lesið um ræktunina í Ytra-Dalsgerði í Hestar&Hestamenn, sem kemur út á fimmtudag. Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622 eða með því að smella HÉR.