fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sunnudagurinn á Landsmóti

27. júní 2016 kl. 08:48

Sunnudagurinn verður blandaður af sýnikennslum, fyrirlestrum, viðtölum og opnu húsi á Brúnastöðum.

Sunnudagurinn 3.júlí á Landsmóti hestamanna 2016 verður undirlagður hestatengdum viðburðum, s.s. fyrirlestrum og sýnikennslum frá okkar fremstu fræðimönnum og reiðkennurum íslenska hestsins. Þar sem allri keppni lýkur laugardaginn 2.júlí mun Landsmót bjóða upp á hestatengda dagskrá á mótssvæðinu frá kl.10:00 til kl.15:00. Aðgangur verður ókeypis.

Sunnudagurinn verður blandaður af sýnikennslum, fyrirlestrum, viðtölum og opnu húsi á Brúnastöðum.

Opið hús verður á Brúnastöðum fyrir gesti mótsins. Sigurvegarar gæðingakeppninnar og hæst dæmdu kynbótahrossin verða til sýnis. 

Víkingur Gunnarsson og Guðrún Stefánsdóttir munu kynna rannsókn sína um „áhrif þyngdar knapans á lífeðlisfræðilega þætti hestsins og hreyfingar hans á tölti“.

Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari mun útskýra bæði hæfileika- og byggingardóma íslenska hestsins. 

Olil Amble og Bergur Jónsson munu segja frá hrossaræktarbúi sínu, Gangmyllan, sem var ræktunarbú ársins og keppnishestabú ársins 2015.

Trymbill frá Þúfum og Korgur frá Ingólfshvoli munu leika listir sínar og sýna gæðingafimi. Heimsmeistinn í gæðingskeiði 2015 mun sýna og segja frá þjálfun á skeiðhesti. Fjallað verður um gæðingakeppnina og sýnt frá smalabraut. Litið verður til fortíðar og nútíðar í íslenskri reiðhefð.

Hvetjum hestamenn til þess að njóta dagsins og fylgjast með þessum flottu viðburðum!