föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sunnlenskur dagur

14. mars 2012 kl. 08:39

Sunnlenskur dagur

Reiðhallarsýningin "Sunnlenskur dagur" verður haldin í Rangárhöllinni sunnudaginn 18. mars kl. 14.

"Þemað er fjölskyldusýning með frábærum ræktunaratriðum og frábærum skemmtiatriðum. Einnig mun vera X-Faktor keppni milli hestamannafélaga á Suðurlandi ásamt formannabrokki frá sömu hestamannafélögum. Af skemmtiatriðum má nefna atriðið hestaleikur úr Mosfellsbæ og samspil manns og hests, eru þetta frábær atriði sem ekki hafa sést á reiðhallarsýningum áður og munu fá áhorfendur til að sjá samband sitt við sinn reiðhest á nýjan hátt," segir í tilkynningu frá sýninganefnd.