sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sunnlenskur dagur 18. mars

9. mars 2012 kl. 00:18

Sunnlenskur dagur 18. mars

Reiðhallarsýningin Sunnlenskur Dagur verður haldinn sunnudaginn 18.mars í Rangárhöllinni á Hellu og hefst sýningin kl. 14.

 
Þemað verður skemmtisýning og hugsað sem góð fjölskylduskemmtun á sunnudegi. Meðal atriða munu t.d. átta hestamannafélög af suðurlandi senda inn atriði í X-faktorkeppni, einnig munu formenn sömu hestamannafélaga keppa í brokki, kappreiðar verða endurvaktar ásamt fjölda annara skemmtiatriða, bæði skemmtiatriði og ræktunaratriði.
 
Hafi einhverjir áhuga á að vera með í þessari sýningu með t.d. ræktunarbú, afkvæmasýningar eða einstaklingssýningar. Endilega hafa samband við Marjolijn í síma 864-6958 fyrir kl 23:59 föstudagskvöldið 9.mars
 
Sýninganefnd