fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sunnlenskir hrossaræktendur hvattir til að mæta

2. mars 2011 kl. 09:01

Sunnlenskir hrossaræktendur hvattir til að mæta

Stjórn hrossaræktarsamtaka Suðurlands vilja hvetja félagsmenn sína sem og aðra sem áhuga hafa á hrossarækt að fjölmenna á fund sem haldinn verður í Hliðskjálf í kvöld, miðvikudaginn 2. mars kl. 20.30. Þar mun vera haldinn fundur um hrossarækt og hestamennsku en frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands.