mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sundið hans Möllers

2. október 2013 kl. 16:00

Flosi Ólafsson að keppa á Möller frá Blesastöðum en hann hefur gert það mjög gott í keppni og er með mjög há fyrstu verðlaun.

Þrekvirki íslenska hestsins

Það er alltaf gaman að heyra sögur af þrekvirki hrossa og sjá hversu virkilega sterkur íslenski hesturinn er. Möller frá Blesastöðum 1A var tveggja vetra þegar hann lagði það á sig að synda yfr Hvíta til að hitta nokkrar hryssur sem voru hinu megin á bakkanum.

"Möller var staddur í landi Brattholts þetta haustið en hann var þá að fara á þriðja vetur. Aggi fór að líta eftir unghryssunum okkar og tók þá eftir því að bæst hafði við í hópinn og við nánari athugun sáum við að það væri graðhestur," segir Kristbjörg en Möller kom í landi í Jaðri, jörðinni þar sem þau búa. "Það er ótrúlegt að hesturinn hafi synt þetta. Það er ein eyri í ánni sem hann hlítur að hafa stoppað á til að hvíla sig og haldið síðan áfram. Áin er ofboðslega straumhörð og greinilegt að þetta tók nokkuð á hestinn en hann var frekar þrekaður eftir þetta." segir Kristbjörg en þau Aggi létu sprauta úr hryssunum sínum til vonar og vara. "Maður hefði kannski sleppt því ef maður hefði vitað hversu góður hestur Möller átti eftir að verða," bætir Kristbjörg við og hlær. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir frá sundi Möllers. 

 

Það var við þennan steinboga sem Möller kom í land

 

Áin er svakalega straumhörð og ef Möller hefði farið mikið neðar í ána er ekki víst að hann hefði komist lífs af.