fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sumarsæla tókst vel

4. júlí 2010 kl. 22:00

Sumarsæla tókst vel

 Eiðfaxi sló á þráðinn til fólks sem var á leið suður af Sumarsælu í Skagafirði í kvöld. Þau voru sammála um að hátíðin hafi heppnast vel.

Sumir gestir sem höfðu komið á mörg Landsmót voru ánægðir með að hafa loksins tíma til að heilsa almennilega uppá Skagfirðinga.

Kynbótasýningin var skemmtileg og ekki skemmdi að topphross komu fram og er Þóra frá Prestbæ þar fremst meðal jafningja

Gestrisni Skagfirðinga sveik engan frekar en við mátti búast, þannig að greinilegt er að margir hestamenn héðan og þaðan úr heiminum áttu góða helgi í Skagafirði.