sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Suðurlandsmót yngri flokka

7. ágúst 2016 kl. 11:00

Valdís Björk Guðmundsson og Hrefna frá Dallandi sigruðu B-úrslit ungmenna í fjórgangi á Reykjavíkurmeistaramótinu.

Skráning er hafin á mótið.

Skárning er hafin og fer fram á sportfengur.com undir hnappnum skráningarkerfi. Greiðsla fer fram um leið og skráning fer fram.

Skráningu lýkur mánudagskvöldið 8.ágúst kl 23:59. Boðið er uppá fjölda flokka.

Við bjóðum uppá léttan fjórgang í barna og unglinaflokki, í skráningunni þá skal skrá sig í þríganginn.

V5 léttur fjórgangur:

Tveir eða fleiri knapar eru á hringvellinum í einu. Hestarnir sýna fjórar gangtegundir eftir fyrirmælum þular eins og lýst er 5.4.2. Þeir hefja keppni upp á þá hönd sem þeir eru skráðir í ráslista Verkefni: 1. Frjáls ferð á tölti 2. Hægt til milliferðar brokk 3. Meðalfet 4. Hægt til milliferðar stökk
Einnig bjóðum við uppá pollaflokk í T7 og V5.
Greinar verða sameinaðir ef ekki er næg skráning í viðkomandi greinar.
keppnisnefnd