mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Suðurlandsmót WR*

26. júlí 2010 kl. 15:33

Suðurlandsmót WR*

Suðurlandsmót 2010 verður haldið að Gaddstaðaflötum dagana 19. – 22. ágúst nk. Mótið hefst síðdegis á fimmtudegi á kappreiðum. Mótið er World Ranking mót. Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að fella niður þær greinar sem ekki fæst næg þátttaka í. Þeir keppendur sem hafa skráð sig í viðkomandi grein verða færðir upp um flokk eða flokka.

Keppnisgreinar Suðurlandsmóts:

 • Meistaraflokkur – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
 • Opinn flokkur 1 – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
 • Opinn flokkur 2 – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
 • Ungmennaflokkur – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
 • Unglingaflokkur – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
 • Barnaflokkur – 4g, tölt
 • 100m fljúgandi, 150m og 250 m skeið.

Rafrænn tímatökubúnaður er í öllum skeiðgreinuum.
 

Öll hross þurfa að vera grunnskráð í WorldFeng. Skráning fer fram á netfangið sudurlandsmot@gmail.com og skráningu lýkur kl. 20:00 föstudaginn 13. ágúst. Er óskað eftir því að skráningar verði sundurliðaðar á hvern keppanda þar sem fyrst komi nafn og kennitala keppanda og þar á eftir flokkar og greinar sem við komandi ætli að keppa í ásamt IS númerum, nöfnum og lit hrossa og þeirri hönd sem óskað er eftir að hefja keppni á.

Skráning getur verið ógild ef einhverjar upplýsingar berast ekki. Ef viðkomandi hross er ekki með IS númer verður skráning ekki tekin gild svo og ef viðkomandi keppandi er ekki skráður í hestamannafélag eða ekki búinn að greiða félagsgjöld sín.

 
Skráningargjöld:

 • Barna- og unglingaflokkar – 3.000 kr. á skráningu
 • Ungmennaflokkur – 3.500 kr. á skráningu
 • Fullorðinsflokkar – 4.000 kr. á fyrstu 3 skráningar og 3.500 kr. eftir það.
 • Skeiðgreinar(100m, 150 m og 250 m) – 3.000 kr.


Hver fjölskylda (foreldrar og börn undir 18 ára aldri) greiðir þó aldrei hærri upphæð en 40.000 kr. í skráningargjöld samtals.

Leigð eru næturpláss í stóðhestahúsinu. Innifalið er stía, hey og léttar gjafir að kvöldi (ca 1 kg), en að öðru leyti bera eigendur ábyrgð á gjöfum. Hey er á staðnum.

Gjaldið er 2.000 kr. pr. dag og leigutími er frá því að keppni hefst og nóttin á eftir. (ca. sólarhringur). Nýtt leigutímabil hefst þegar keppni hefst daginn eftir.

Leigupláss skal panta á netfangið sudurlandsmot@gmail.com (fyrstur pantar, fyrstur fær). Miðað er við 2-3 stíur að hámarki á fjölskyldu.

Greiða skal skráningargjöld og stíugjöld í tvennu lagi inn á reikning 0308-26-415 kt. 700798-2169 fyrir kl. 21:00 föstudaginn 13. ágúst. Óskað er eftir því að þeir sem greiði gegnum heimabanka sendi kvittun á netfangið sudurlandsmot@gmail.com til að auðvelda afstemmingu. Nauðsynlegt er að taka fram í tilvísun/skýringu fyrir hverja sé greitt ef greiðandi er ekki jafnframt keppandi. Einnig að tilgreina sérstaklega með stíugjöld. Athugið að greiðslukvittun er eina gilda sönnun þess að greiðsla hafi farið fram.

Mótsstjórn