fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Suðurlandsmót WR 2017

Óðinn Örn Jóhannsson
21. ágúst 2017 kl. 08:06

Teitur og Hafsteinn WR Selfoss.

Verður haldið 25-27 ágúst á Rangárbökkum við Hellu.

Verður haldið 25-27 ágúst á Rangárbökkum við Hellu. Suðurlandsmótið WR er worldranking mót og hefur verið eitt af stærst mótum á hverju sumri. Ef vandræði koma upp við skráningu er hægt að hafa samband í síma 8637130 áður en skráning lýkur.

Allar afskránignar og breytingar ásamt tilkynningum varðandi hesta í úrslitum fara eingöngu í gegnum síma 8637130.

Munið að haka við alla flokka á sama hesti þegar skráð er og verum tímalega með skráningarnar.

Skráning er hafin og fer fram á sportfengur.com undir hnappnum skráningarkerfi og svo er aðildarfélagið Geysir. Skráningargjöld eru greidd á sama stað og sömu tímamörk og muna að senda kvittun þegar millifært er. Skráningu lýkur mánudaginn 21.ágúst kl 23:59.

Ætlunin er að hafa 4 spretti í 150m og 250m skeiði. Þetta fer allt eftir skráningu.

Keppnisflokkar

Meistarflokkur: F1,V1,T1,T2 og gæðingaskeið

Opinn flokkur 1: F2,V2,T3,T4(skráning undir „opinn flokkur 1 T2“) og gæðingaskeið

Opinn flokkur 2: F2,T3,T7,T4(skráning undir „opinn flokkur 2 T2“),V2,V5(skráning undir „annað fjórgangur V2“) og gæðingaskeið

 

Skeið 100m, 150m, 250m