þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Suðurlandsmót og skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar

19. ágúst 2019 kl. 11:15

Hestamannafélagið Geysir

Hið árlega suðurlandsmót fer fram á Hellu næstu helgi

 

 

Suðurlandsmót WR verður haldið á Rangárbökkum við Hellu helgina 23.-25.ágúst 2019. Keppt er í Meistaraflokki og 1. flokki og eru allar keppnisgreinar að finna inni á LH kappa - appinu og Sportfeng.

Skráning er núna í fullum gangi og fer fram á www.sportfengur.com þar sem allar upplýsingar eru um keppnisgreinar og greiðslu. Að venju er aðildarfélag sem heldur mótið Hestamannafélagið Geysir.

Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2019 verða haldnir í samstarfi við hestamannafélagið Geysi, samhliða Suðurlandsmóti sem fram fer á Gaddstaðaflötum dagana 23.-25. ágúst. Skráning er í gegnum Sportfeng þar sem velja þarf Geysir sem aðildarfélag og skrá á Suðurlandsmót. Skráningarfrestur er til annars kvöld þriðjudaginn 20.ágúst. Mikilvægt er að skrá innan þess tíma.. Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegara ársins 100.000 króna gjafaúttekt í verslun sinni.

 Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon

Skráningu lýkur þriðjudaginn 20.ágúst. Allar fyrirspurnir varðandi skráningu og annað varðandi mótið er í síma 867-7460. Ef vandræði koma upp varðandi skráningu, hafið samband í sama síma áður en skráningarfrestur rennur út.

Dagskrá og ráslistar munu svo birtast í LH Kappa - appinu.

Mótanefnd Geysis og Skeiðfélagið