þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Suðurlandsmót fullorðna

16. ágúst 2015 kl. 19:47

Arna frá Skipaskaga og Sigurður Sigurðarson

World Ranking íþróttamót á Hellu.

Suðurlandsmót WR verður haldið um næstu helgi á Rangárbökkum við Hellu dagana 21-23.ágúst. Þetta er eitt af stærstu WR mótum sumarsins. Gæti einnig verið síðasta WR mótið á Íslandi 2015. Frábær keppnisárangur hefur náðst á keppnisvellinum á Rangárbökkum þannig að nú er tækifærið að keppa við hinar bestu aðstæður á Íslandi.
 
Skráning er hafin og lýkur þriðjudaginn 18.ágúst kl 23:59. Skráning fer fram á sportfengur.com undir hnappnum skráningarkerfi. Skráningargjald er 5000kr og greiðist á sama tíma og skráð er. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og fella niður greinar ef ekki næg þátttaka næst. Ekki má sami knapi keppa í T3 og T7, sama gildir um V2 og V5. 
 
Keppt verður í eftirfarandi flokkum. 
Meistarflokkur fjórgangur V1
Opinn flokkur 1 fjórgangur V2
Opinn flokkur 2 fjórgangur V2
Opinn flokkur 2 fjórgangur V5(þrígangur 2flokkur í skráningu)(sýna skal tölt,brokk,fet,stökk allar gangtegundir á milliferð)
 
Meistarflokkur tölt T1
Opinn flokkur 1 tölt T3
Opinn flokkur 2 tölt T3
Opinn flokkur 2 tölt T7
 
Meistarflokkur tölt T2
Opinn flokkur 1 tölt T4(T2 í skráningu)
Opinn flokkur 2 tölt T4(T2 í skráningu)
 
Meistarflokkur fimmgangur F1
Opinn flokkur 1 fimmgangur F2
Opinn flokkur 2 fimmgangur F2
 
Meistaraflokkur Gæðingaskeið
Opinn flokkur 1 Gæðingaskeið
Opinn flokkur 2 Gæðingaskeið
100m skeið