laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Suðurlandsmót 2010

6. ágúst 2010 kl. 13:51

Suðurlandsmót 2010

Suðurlandsmót 2010 verður haldið að Gaddstaðaflötum dagana 19. – 22. ágúst nk. Mótið er World Ranking mót.

Keppnisgreinar Suðurlandsmóts:
Meistaraflokkur – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
Opinn flokkur 1 – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
Opinn flokkur 2 – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
Ungmennaflokkur – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
Unglingaflokkur – 4g, 5g, tölt, gæðingaskeið, T2
Barnaflokkur – 4g, tölt
100m fljúgandi, 150m og 250 m skeiði.
Rafrænn tímatökubúnaður er í öllum skeiðgreinum.


Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að fella niður þær greinar sem ekki fæst næg þátttaka í. Þeir keppendur sem hafa skráð sig í viðkomandi grein verða færðir upp um flokk eða flokka.
 
Skráning fer fram á netfangið midkot@emax.is og er skráningarfrestur til kl 23:59 fimmtudagskvöld 12.ágúst. Þeir sem ekki fá póst með svari um að skráningar séu móteknar (innan 20 klst), skulu ath nánar hjá Ólafi í síma 8637130.

Upplýsingar fyrir skráningu, nafn og kennitala knapa, flokkur og greinar, IS-númer og nafn hests, upp á hvora höndina skal byrja.

Dæmi um skráningu:

010180-9999 Ólafur Þórisson

 

tölt opinn flokkur 1

IS2001184625 Háfeti frá Miðkoti v-hönd

 

fjórgangur opinn flokkur 1

IS2001184625 Háfeti frá Miðkot v-hönd

 

Ef einhverjar upplýsingar vantar er skráning ekki móttekin.

Skráningargjöld:
Barna- og unglingaflokkar – 3.000 kr. á skráningu
Ungmennaflokkur og Fullorðinsflokkar – 4.000 kr. 

Skeiðgreinar(100m, 150 m og 250 m) – 4.000 kr.
Hver fjölskylda (foreldrar og börn 17 ára og yngri) greiðir þó aldrei hærri upphæð en 40.000 kr. í skráningargjöld samtals.
Skráningargjöld skulu greidd fyrir kl 20:59 föstudagskvöld 13.ágúst inn á reikning:

0308-26-012582

kt:570169-4089

Hestamannafélagið Geysir.

Hafa kennitölu knapa sem skýringu.

Senda skal kvittun á midkot@emax.is

 

Leigð eru næturpláss í stóðhestahúsinu. Innifalið er stía, hey og léttar gjafir að kvöldi (ca 1 kg), en að öðru leyti bera eigendur ábyrgð á gjöfum. Hey er á staðnum.
Gjaldið er 2.000 kr. pr. dag og leigutími 24 klst þ.e. frá kl 8:00 að morgni til 7:59 morguninn eftir.
Leigupláss skal panta með nafni og kennitölu á netfangið midkot@emax.is (fyrstur pantar, fyrstur fær). Miðað er við 2-3 stíur að hámarki á fjölskyldu.

Greiða skal stíugjöld fyrir kl. 20:59 föstudaginn 13. ágúst inn á reikning

0308-26-012582

kt. 570169-4089

Hestamannafélagið Geysir

skýring stígugjöld ásamt nafni og kennitölu þess sem pantar.

Senda skal kvittun á netfangið midkot@emax.is

Athugið að greiðslukvittun er eina gilda sönnun þess að greiðsla hafi farið fram.

Mótsstjórn