miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Suðurlandsdeildin byrjar vel

odinn@eidfaxi.is
22. janúar 2019 kl. 22:58

Hulda Gústafsdóttir / Sesar frá Lönguskák

Spennandi keppni og góður hestakostur í fjórgangi í kvöld.

Það var ekki að sjá að hrollur væri í knöpunum og hrossum þrátt fyrir að úti væri 14 stiga frost í janúar þegar Suðurlandsdeildin hélt sitt fyrsta mót nú í kvöld. Hestakostur var mjög góður bæði í flokki áhugamanna og opna flokknum en fyrirkomulagið í deildinni er þannig að áhugamenn og atvinnumenn keppa saman í forkeppni. Að henni lokinni þá eru haldin tvenn úrslit þar sem úr er skorið hver sigrar í hvorum flokknum fyrir sig.

Svenja Kohl og Polka frá Tvennu stóðu uppi sem sigurvegarar hjá áhugamönnum með einkunina 6,67 en hryssan er undan Fláka frá Blesastöðum, fasmikil á gangi og sýndi Svenja frábæra reiðmennsku á henni í kvöld. Í flokki atvinnumanna var það svo Hulda Gústavsdóttir sem bar sigur úr bítum á stóðhestinum Sesar frá Lönguskák með 7,30 og þar kom Hulda enn einu sinni með vel upp settan klárhest sem líklegt má telja að gæti skipað sér í fremstu röð klárhesta í þessari grein á komandi misserum.

Nánar verður fjallað um Suðurlandsdeildina í næsta tölublaði Eiðfaxa.

Þó svo að einstaklingar séu verðlaunaðir eftir úrslit þá er ekki um einstaklingskeppni að ræða heldur liðakeppni. Staðan í liðakeppninni eftir fyrsta kvöldið er eftirfarandi:

1. Krappi 61

2. Fet/Kvistir 58

3. Equesana 55

4. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 53,5

5. Heimahagi 46

6. Húsasmiðjan 45,5

7. Ásmúli 42,5

8. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 38,5

9. Toltrider 38,5

10. Vöðlar/Snilldarverk 36,5

11. Austurás/Sólvangur 31

 

Niðurstöður Fjórgangur V2 - Opinn flokkur

1 Hulda Gústafsdóttir / Sesar frá Lönguskák 7,30

2 Ásmundur Ernir Snorrason / Dökkvi frá Strandarhöfði 7,13

3 Brynja Amble Gísladóttir / Goði frá Ketilsstöðum 6,97

4-6 Stella Sólveig Pálmarsdóttir / Pétur Gautur frá Strandarhöfði 6,87

4-6 Kristín Lárusdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri 6,87

4-6 Helga Una Björnsdóttir / Hálfmáni frá Steinsholti 6,87

7 Lea Schell / Eldey frá Þjórsárbakka 6,53

Niðurstöður

Fjórgangur V2 - Áhugamenn

1 Svenja Kohl / Polka frá Tvennu 6,67

2-3 Vilborg Smáradóttir / Grunnur frá Hólavatni 6,40

2-3 Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum 6,40

4 Þorvarður Friðbjörnsson / Forni frá Fornusöndum 6,23

5 Vera Evi Schneiderchen / Vakning frá Feti 6,00

6 Stine Randers Præstholm / Garún frá Þjóðólfshaga 1 5,93

7 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Tign frá Vöðlum 5,83