laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styttist í töltveisluna

27. febrúar 2014 kl. 20:00

Ætli Reynir Örn mæti á Tón frá Melkoti í töltið ?

Kvenþjóðin tróna á toppnum

Fimmtudaginn 6 mars kl. 19:00 verður keppt í tölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. 

Forsala aðgöngumiða hefst á morgun í verslunum Top Reiter, Líflandi og hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi.  Aðgangseyrir á mótið er 1.500 krónur.  Gera má ráð fyrir húsfylli og því er um að gera að tryggja sér miða í tíma. 

Í fyrra fengum við sannkallaða töltveislu og úrslitin voru æsispennandi.   Þá báru þau Viðar Ingólfsson og Vornótt frá Hólabrekku sigur úr býtum með einkunina 8,89, í öðru sæti urðu Íslandsmeistararnir Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli með einkuninna 8,44 og  í þriðja til fjórða sæti urðu hnífjafnir þeir Sigurður Vignir Matthíasson á Andra frá Vatnsleysi og Guðmundur Björgvinsson á Hrímni frá Ósi. 

Það er ljóst að það stefnir í hörkukeppni í næstu viku og hestakosturinn verður svakalegur. 

Heyrst hefur að Viðar mæti með Vornótt í titilvörnina,  búast má við að Árni Páll mæti með Stormi, Guðmundur með Hrímni og svo hefur einnig heyrst að Krít frá Miðhjáleigu mæti ásamt Leó Geir.  Krít hefur ekki áður keppt í Meistaradeildinni.   

Þetta eru einungis fyrstu fréttir af hestakostinum sem mun gleðja okkur í næstu viku.  Við munum væntanlega hafa fleiri fréttir af hestum eftir æfingar helgarinnar en ráslistinn mun liggja fyrir á miðvikudagsmorgun. 

Staðan í bæði liða- og einstaklingskeppninni er mjög spennandi en mörg stig eru eftir í pottinum enn og staðan getur verið fljót að breytast. 

Konunar ráða ríkjum í tveimur efstu sætum einstaklingskeppninar en þar leiðir Olil Amble með 25 stig.  Sylvía fylgir henni fast á eftir með 20 stig, Ísólfur Líndal er í þriðja sæti með 17 stig og kemur sterkur inn í Meistaradeildina. 

Í liðakeppninni er spennan mikil og þar skilur einunigs hálft stig af fyrsta og annað sætið.  Toppinn vermir lið Auðsholtshjáleigu með 140,5 stig og fast á eftir fylgir lið Topreiter/Sólning með 140 stig.  Í þriðja sæti er svo lið Gangmyllunar með 120 stig.