laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styttist í þriðja mót Meistaradeildarinnar

14. febrúar 2014 kl. 13:00

Olil og Álfhildur

Olil Amble efst í einstaklingskeppninni

Á fimmtudaginn 20 febrúar kl. 19:00 fer fram þriðja mótið í mótaröð Meistaradeildar í hestaíþróttum, í Fákaseli,, Ingólfshvoli, en þá verður keppt í fimmgangi.  Forsala aðgöngumiða er hafin og er um að gera að tryggja sér miða í tíma.  Miðasala fer einnig fram að venju í Fákaseli á keppnisdegi.

Í fyrra sigraði Guðmundur Björgvinsson fimmganginn á Sólbjarti frá Flekkudal eftir æsispennandi keppni .  Í öðru sæti í urðu þeir Sigurður Vignir Matthíasson og Máttur Leirubakka og í þriðja sæti Viðar Ingólfsson á Má frá Feti.

Það verður spennandi að sjá hvaða hestar mæta í Ölfushöllina næstkomandi fimmtudag og ljóst nú þegar að keppnin verður bæði spennandi og hörð.

Staðan í stigakeppni einstaklinga eftir fyrstu tvö mótin er þannig að Olil Amble er með 22 stig, Ólafur B. Ásgeirsson er með 12 stig, Ísólfur Líndal með 11 stig,  Þorvaldur Árni með 10 stig og Guðmundur Björgvinsson, sem vann einstaklingskeppnina í fyrra, er með 9 stig.

Staðan í stigakeppni liðanna er einnig mjög spennandi en þar leiðir lið Topreiter/Sólning með 106 stig, Hrímnir/Export hestar er með 95,5 stig, Gangmyllan með 87 stig, Auðsholtshjáleiga með 84,5 stig, Spónn/Heimahagi með 67 stig, Ganghestar/Málning með 62 stig,  lið Lýsis með 54 stig og  Hestvit/Árbakki með 44 stig.

Hægt er að skoða stöðuna nánar í stigakeppninni inná vef Meistaradeildarinnar, www.meistaradeild.is, undir "staðan".