miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styttist í stórsýningu

21. mars 2011 kl. 19:31

Styttist í stórsýningu

Tæp vika er þangað til stórsýningin “Orri í 25 ár” verður haldin í Ölfushöll. Orri hefur gefið af sér marga góða gæðinga og munu 60-80 hross út af Orra koma fram á sýningunni. Þar ber að nefna Álfadrottningun frá Selfossi, Mídas frá Kaldbak, Ás frá Strandarhjáleigu, Frakk frá Langholti og Vilmund frá Feti. Þá skipa hryssur undan Orra stóran þátt í sýningunni, þar á meðal Stemmu, alsystur Suðra frá Holtsmúla, Hrund alsystur Gára frá Auðsholtshjáleigu og Heru, alsystur Gaums frá Auðsholtshjáleigu. Miðasala fer í verslununum Top Reiter í Ögurhvarfi og hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi. Einnig er hægt að panta miða og greiða með greiðslukorti í síma 772-1882 og 774-1884 milli kl. 20-22 á kvöldin.