laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styttist í MD VÍS

12. janúar 2010 kl. 11:46

Styttist í MD VÍS

Nú eru rúmar tvær vikur í að keppni í Meistaradeild VÍS hefjist. Fyrsta mót vetrarins fer fram 28. janúar og verður þá keppt í smala/hraðafimi.

Í smalanum snýst allt um tækni, hraða og að sjálfsögðu samspil manns og hests. Hestur og knapi skulu ríða í gegnum brautir þar sem gildir að vera á sem bestum tíma án þess að gera villur í braut sem felast í því að fella keilur. Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum efsti keppandinn fær 300 stig, sá næsti 280, svo 270 o.s.frv. Síðan dragast frá refsistig fyrir hverja fellda keilu.

Í ár eins og undanfarin ár eru keppendur í deildinni 21 og liðin 7. Liðin eru eftirfarandi:

Auðsholtshjáleiga

Þórdís Erla Gunnarsdóttir, liðsstjóri
Artemisia Bertus
Bylgja Gauksdóttir

Árbakki / Hestvit

Hulda Gústafsdóttir, liðsstjóri
Hinrik Bragason
Teitur Árnason

Frumherji

Viðar Ingólfsson, liðsstjóri
Jakob Svavar Sigurðsson
Ólafur Ásgeirsson

Lífland

Sigurbjörn Bárðarson, liðsstjóri
Árni Björn Pálsson
Ragnar Tómasson

Lýsi

Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri
Halldór Guðjónsson
Lena Zielinski

Málning

Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri
Eyjólfur Þorsteinsson
Valdimar Bergstað

Top Reiter

Guðmundur Björgvinsson, liðsstjóri
Daníel Jónsson
Þorvaldur Árni Þorvaldsson