fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styttist í Ísmótið "Mývatn Open"

3. febrúar 2011 kl. 11:01

Styttist í Ísmótið "Mývatn Open"

Föstudagur 11.. mars. Hópreið um Mývatn kl. 16:30 - 18:30. Dagskrá:...

Laugardagur 12.. mars
Kl. 10:30          Tölt B   Ekkert aldurstakmark                        
Kl. 13:00          Tölt A
                       Stóðhestakeppni
                       Skeið
                       Verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði í Selinu
Kl. 19:30           Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins,
                       Videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi
Kl. 20:30           Hestamannahóf hefst  - öllum opið.
Kl. 23:30           Kráarstemning fram á nótt                        
                       Kiddi spilar  fyrir dansi, frítt inn.         
Stóðhestakeppni- þar sem að alhliða og klárhestar etja kappi saman. Riðnar verða þrjár ferðir fram og til baka(samtals 6.ferðir) Fyrsta ferð hægt tölt og milliferðartölt til baka. Önnur ferð brokk og yfirferð til baka og má þá knapi velja milli skeiðs og tölts. Þriðja ferðin er svo frjáls báðar leiðir , þar sem knapinn má sýna allt það besta sem hesturinn hefur uppá að bjóða.
Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 23:55 Miðvikudagskvöldið 10.mars á netfangið 53ulfar@gmail.com (Úlfar s. 8561173).
Upplýsingar um nafn, föður, móður, lit, aldur, eiganda og knapa þurfa að koma fram
(IS númer).
Skráningargjald er kr. 3.000,- og er borgað á staðnum í síðasta lagi klukkutíma áður en keppni hefst.
Sel-Hótel Mývatn býður upp á gistitilboð
kr. 5.950,- á mann í tveggja manna herbergi og aukanótt 3.900,- á mann með morgunmat.  Kr. 8.900,- í eins manns herbergi.  Morgunmatur innifalinn.
Þriggja rétta glæsilegur kvöldverður og hestamannahóf á laugardagskvöldinu verð kr. 6.500,- á mann
Hestamenn fjölmennum og höfum gaman saman!
Bókanir í s. 464 4164 eða myvatn@myvatn.is