sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styttist í endurmenntunarnámskeið

9. janúar 2015 kl. 11:47

IceTest

Fréttatilkynninga frá HÍDÍ.

Nú er farið að styttast í endurmenntunarnámskeið HÍDÍ 2015.  Fyrra námskeiðið verður haldið í Harðarbóli Mosfellsbæ þann 17.janúar n.k. kl.10:00 (ekki kl.09:00 eins og áður hefur komið fram!) og það seinna í Skeifunni í reiðhöll Léttis á Akureyri þann 24.janúar kl.10:00.

Mælt er til þess að dómarar séu mættir eigi seinna en 9:45 til að hafa tíma til að ganga frá greiðslu áður en námskeiðið hefst.

Námskeiðs- og félagsgjald 2015 verður 17.000 kr. og verður það rukkað áður en námskeiðið hefst. Vinsamlegast komið með pening því enginn posi er ekki á staðnum. Dómari sem sækir námskeiðið telst ekki virkur fyrr en hann hefur gengið frá námskeiðs- og félagsgjaldi!!

Þeir dómarar sem ekki hafa nú þegar skráð sig á annaðhvort námskeiðið eru vinsamlegast beðnir um að gera það hið allra fyrst!!! Skráningarformið er hér.


Nákvæmlega sama dagskráin verður á báðum stöðum!

Dagskrá endurmenntunar 2015:

Kl.10:00     Ávarp formanns HÍDÍ
Kl.10:15     Gunnar Reynisson - Reiðmennska og dómkerfið.
Kl.11:15     Gunnar Reynisson - Hreyfingafræði
                    Þar mun Gunnar fræða okkur um almenna líkamsvirkni hestsins,
                    mikilvægi réttrar höfuð- og hálsstillingar með tilliti til virkni í baki og 
                    afturhluta.
kl.12:15     Matarhlé - boðið verður uppá hádegisverði sem er innifalið í námsk.gjaldi.
kl.13:00     Gunnar Reynisson - Hreyfigreiningar
                    Umræða um þá möguleika sem eru til og hvaða kosti þeir gefa okkur
                    til þjálfunar á hæfni dómara að meta gæði gangtegunda t.d. takt á skeiði
                    og tölti.
kl.14:00     Breytingar á reglum/leiðara
kl.14:30     Kaffihlé
Kl.14:45     Dæmt eftir myndbandsupptökum
kl.16:30     Almennar umræður.
kl.17:00     Lok.
Minnum ykkur einnig á að hafa með ykkur skriffæri, reglur og leiðara!!!!!