fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styrmir með nýjan keppnishest

odinn@eidfaxi.is
10. október 2013 kl. 14:06

Skuggi frá Hofi I og Sigursteinn Sumarliðason á HM 2013 Berlín

Verður Styrmir Árnason heimsmeistari í fimmgangi í Herning?

Stóðhesturinn Skuggi frá Hofi hefur skipt um eigandur en kaupandi er Styrmir Árnason í Þýskalandi.

Skuggi varð annar í fimmgangi á HM nú í sumar, en knapi hans þar var Sigursteinn Sumarliðason. Töldu margir hann hafa átt sigurinn skilið, en svo fór að Magnús Skúlason varði titil sinn á Hraunari frá Efri-Rauðalæk.

Styrmir er þekkt kempa á keppnisvellinum og varð heimsmeistari í fjórgangi á Boða frá Gerðum og heimsmeistari í fimmgangi á Hlyn frá Kjarnholtum.

“Ég ætla mér að byggja Skugga upp sem keppnishest, en við erum rétt að kynnast og leggst verkefnið vel í mig. Ég mun koma í fyrsta sinn fram á honum við víxlu hringvallar sem ég er að klára hér hjá mér og þar verður hann frumsýndur. Það var ekki fyrr en eftir að ég keypti hann sem ég áttaði mig á því að hann er undan tveimur heiðursverðlaunahrossum og því ljóst að hann er einnig spennandi kostur í ræktun.” segir Styrmir í samtali við Eiðfaxa.

Þegar Styrmir er spurður um hvernig andinn sé í þýska íslandshestaheiminum segir hann stemmninguna vera góða “heimsmeistaramótið í Berlín hefur haft hvetjandi áhrif á hestamennskunna hér og hljóðið er gott í fólki hér í Þýskalandi”

Í tengslum við víxlu vallarins verður sölusýning og margt fleira og býður Styrmir alla velkomna.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um víxluna á heimasíðu Styrmis