miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styrkur í íslenskri forystu

7. mars 2014 kl. 11:24

Gunnar Sturluson, formaður FEIF.

Gunnar Sturluson forseti FEIF í viðtali.

 

Gunnar Sturluson var kjörinn forseti FEIF á ársþingi FEIF, alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga,  í byrjun febrúar. Hann er fyrsti Íslendingurinn til að gegna embættinu. Eiðfaxi settist niður með honum og ræddi um verkefnin sem bíða hans og alþjóðasamtakanna.

 Hér er bútur úr viðtalinu sem má nálgast í 2. tbl. Eiðfaxa.

Inntur eftir því hversu mikilvægt er að hafa íslenskan fulltrúa við stjórnvöl alþjóðlegra félagasamtaka sem þessara segir Gunnar það óneitanlega vera ákveðna viðurkenningu á því að upprunalandið leiði Íslandshestaheiminn. „Það skiptir miklu máli að við höldum forystunni þannig að þær menningarlegu áherslur sem við teljum mikilvægar fái notið sín. Það er kannski frekast gert með því að vera með Íslendinga í í félagsstarfi kringum hestinn.”

Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.