þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styrktartónleikar í Salnum

16. janúar 2012 kl. 15:55

Styrktartónleikar í Salnum

Rokk, blús og popp og gamlir „eitís“ slagarar munu óma í Salnum, Kópavogi þegar hljómsveitirnar Band nútímans, Geirfuglarnir, Agent Fresco, Menn ársins, Aldinborg og Lame dudes koma þar fram á styrktartónleikum fimmtudaginn 19. janúar nk. 

 
Allur ágóði af miðasölu rennur til styrktar sonum Rafnars Karls Rafnarsonar en móðir þeirra og eiginkona Rafnars, Regína Sólveig Gunnarsdóttir, féll frá í október á síðasta ári. Vinir Rafnars og Regínu hafa ákveðið að leggja feðgunum lið og hafa skipulagt styrktartónleika í Salnum.
 
Allir sem taka þátt í tónleikunum gefa vinnu sínu. Miðaverð er aðeins 1500 kr. en auk þess er hægt að leggja feðgunum lið með því að leggja beint inn á sérstakan söfnunarreikning: Reikningsnúmer: 130-05-060930. Kennitala: 160768-5689. Miðasala er hafin á vef Salarins, www.salurinn.is. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.