miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Styrktarsjóðurinn TAKTUR

26. október 2013 kl. 12:20

Markmið sjóðsins er að styðja með fjárhagsaðsoð hestamenn/konur sem sem verða fyrir alvarlegum áföllum

Við erum nokkrir hestamenn sem höfum stofnað samtök(styrktarjóð) sem hefur hlotið nafnið TAKTUR(hestamenn ganga í takt). Markmið sjóðsins er að styðja með fjárhagsaðsoð hestamenn/konur sem sem verða fyrir alvarlegum áföllum af völdum slysa eða veikinda. Til styrktar málefninu hefur hópurinn í hyggju að bjóða uppá og hvetja til ýmissa viðburða. Haldið var eitt mót, þrautabraut og kappreiðar(brokk og stökk) í Mos síðsumar og verður slík mótaröð í Mos 2014. Nú þessa dagana erum við að taka myndir fyrir dagatal," öðruvísi" myndir af þekktum hestamönnum, hefur okkur verið ákaflega vel tekið og mun það koma í sölu í des.Fleiri viðburðir eru í kortunum svo sem tónleikar ofl. Maður finnur sig vanmáttugan þegar fréttist af alvarlegum veikindum/slysum, hér er leið fyrir okkur hestafólkið til að standa saman, láta gott af okkur leiða og vera til staðar fyrir hvert annað.