miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stuðlaberg og steinar

9. ágúst 2013 kl. 20:01

Básinn hjá Hrímni

Margir flottir básar á Heimsmeistaramótinu

Margir eru sammála um að Hrímnir sé með einn flottasta básin á mótsvæðinu hér í Berlín en Rúnar, eigandi og framkvæmdarstjóri Hrímnis, segir að þegar þeir ákváðu að vera með bás vildu þeir gera eitthvað öðruvísi.

“Okkur langaði að hann væri flottur og með sterka tengingu við Ísland og vöruna okkar. Okkur datt strax í hug stuðlaberg en Hrímnir er með vörur sem standa fyrir sínu og eru ofsalega vel gerðar og öflugar. Okkur fannst því stuðlabergið henta vel.”

Rúnar er fæddur og uppalin í Vík í Mýrdal og ætti því ekki að koma á óvart að val á gólfefni kæmi úr Reynisfjöru. “Eftir að við vorum búin að ákveða að vera með stuðlaberg fórum við að pæla í gólfinu. Ég ákvað að heyra í Jóhanni Vigni austur í Mýrdal því ég vissi að hann væri að gera steinteppi en allt efnið í gólfinu er fengið  Reynisfjöru.” segir Rúnar en hann er mjög ánægður með útkomuna.

Gólfið var gert út í Þýskalandi en það er gert úr þremur mismunandi kornastærðum, "Fremst er gólfið mjög fínt en verður grófar eftir því sem það er nær stuðlaberginu." segir Rúnar.