mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Straumbreytir manna á meðal

31. janúar 2014 kl. 10:21

Tískustraumar hestamanna í sérblaði Eiðfaxa.

Tískufyrirmyndir í hestamennsku þekkjast varla. Það má þó ugglaust segja að Sigurður Sæmundsson hafi verið straumbreytir síðustu aldar. Lifandi makkinn og mottan fengu ófáar stúlkurnar til að kikna í hnjáliðunum á áttunda áratugnum. Svo ekki sé talað um röndótta glansjakkann. „Við vorum að líta eftir jökkum fyrir skeiðfélagið og þetta var ein útgáfa hennar, þó ekki endanleg. Margt var þá sem þætti ekki fínt í dag. Þó hafa dætur mínar spurt mig hvort ég hafi verið fatafrík. Í minningunni var mér aldrei hugsað til þess. Ég greip bara það sem hendi var næst,” segir Sigurður, inntur eftir tískuvitinu.

 Með 1. tölublaði Eiðfaxa fylgir sérblað um reiðtygi og fatnað. Þar eru rifjuð upp nokkur tískufyrirbrigði í hestamennskunni. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.