sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandarhjáleiga ræktunarbú ársins

10. nóvember 2009 kl. 13:30

Strandarhjáleiga ræktunarbú ársins

Á Uppskeruhátið hestamanna í gærkvöldi var hrossaræktarbúið Strandarhjáleiga krýnt ræktunarbú ársins. Búið hefur fimm sinnum verið tilnefnt en í fyrsta sinn hlotið titilinn í gærkvöldi. Hrossin frá búinu sem sýnd voru í kynbótadómi í sumar fengu meðaleinkunina 8,25 og meðalaldur þeirra var aðeins 5,8 ár. Þessi hross eru til að mynda Skuggi, aðaleinkunn 8,49 þar af 8,91 fyrir kosti og Bylgja, aðealeinkunn 8,58 og þar af 8,70 fyrir kosti. Glæsilegur árangur hjá Þormari Andréssyni og fjölskyldu. Til hamingju!

Á myndinni eru Bylgja og Skuggi á Stórsýningu Fáks í vor. Knapar eru félagarnir Elvar Þormarsson og Ævar Örn Guðjónsson.