föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandarhjáleiga er ræktunarbú ársins

Jens Einarsson
9. nóvember 2009 kl. 10:52

Sautján bú tilnefnd

Strandarhjáleiga er ræktunarbú ársins. Eigendur búsins eru Þormar Andrésson og Sigurlín Óskarsdóttir, sem hafa ásamt sonum sínum stundað hrossarækt í allmörg ár. Hrossaræktin er þó ekki aðalstarf. Strandarhjáleiga hefur fimm sinnum verið tilnefnt til verðlaunanna. Elsta hrossið sem kennt er við Strandarhjáleigu er fætt 1995. Á þessu ári voru fimm hross frá Strandarhjáleigu sýnd í kynbótadómi. Fjögur þeirra náðu aðaleinkunn yfir 8,00.  Meðaltal einkunna var feikn hátt eða 8,25 og meðalaldu aðeins 5,8 ár. Þess má og geta að tamning og þjálfun hrossanna er að mestu á könnu Elvars Þormarssonar, sem einnig sýnir flest hrossin í dómi.

Að þessu sinni stóð valið á milli hvorki fleirri né færri en 54 ræktenda eða búa. Ákveðið var að tilnefna sautján. Í stafrófsröð eru tilnefndir ræktendur eða bú: 

1 Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn.

2 Austurkot, Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir.

3 Árbær, Gunnar Jóhannsson og Vígdís Þórarinsdóttir.

4 Blesastaðir IA, Magnús Trausti Svavarsson og Hólmfríður Birna Björnsdóttir.

5 Efri-Rauðilækur, Baldvin Ari Guðlaugsson, Ingveldur Guðmundsdóttir, Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir.

6 Fet, Karl Wernersson.

7 Flugumýri II, Páll Bjarki Pálsson og Eyrún Anna Sigurðardóttir.

8 Hemla 2, Vignir Siggeirsson og Lovísa Herborg Ragnarsdóttir.

9 Ketilsstaðir/Selfoss, Bergur Jónsson og Olil Amble.

10 Kjarr, Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir.

11 Komma, Vilberg Jónsson.

12 Kvistir, Kristjón Kristjánsson og Günter Weber.

13 Steinnes, Magnús Jósefsson.

14 Stóri-Ás, Lára Kristín Gísladóttir og Kolbeinn Magnússon.

15 Strandarhjáleiga, Þormar Andrésson, Sigurlín Óskarsdóttir og fjölskylda.

16 Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson og Ræktunarbúið Torfunesi ehf.

17 Þjóðólfshagi 1, Sigurður Sigurðarson og Sigríður Arndís Þórðardóttir.