fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strákarnir hala inn plúsa

20. júlí 2012 kl. 11:48

Strákarnir hala inn plúsa

Efstir inn í hlé eru Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi með einkunnina 7,47. Guðmundur hlaut einnig tvo plúsa fyrir góða reiðmennsku. Mjög góð sýning hjá þeim félögum en fetið var mjög gott og hæga töltið og yfirferð frábær.

Blaðamaður var rétt búin að sleppa orðinu um það að einungis einn karlmaður hefði fengið + fyrir reiðmennsku þegar Jakob S. Sigurðsson ríður úr braut og uppsker fjóra plúsa fyrir sína sýningu. Frábær reiðmennska hjá Jakobi og átti hann hvern einasta plús skilið. Hinrik Bragason hlaut tvo + fyrir sína sýningu á honum Njáli frá Friðheimum.

Fjórgangur - Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hestur Einkunn

1   Guðmundur Björgvinsson / Hrímnir frá Ósi 7,47
2   Eyjólfur Þorsteinsson / Hlekkur frá Þingnesi 7,23
3   Snorri Dal / Gustur frá Stykkishólmi 7,00
4   Jakob Svavar Sigurðsson / Asi frá Lundum II 7,00
5   Hinrik Bragason / Njáll frá Friðheimum 6,97
6   Hulda Gústafsdóttir / Ketill frá Kvistum 6,90
7   Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,87
8   Mette Mannseth / Lukka frá Kálfsstöðum 6,80
9   Viðar Ingólfsson / Segull frá Mið-Fossum 2 6,70
10   Saga Mellbin / Bárður frá Gili 6,67

Fjórgangurinn heldur síðan áfram til 14:40 en þá hefst fimmgangurinn.