föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórvirkar vinnuvélar á Fákssvæðinu

Jens Einarsson
22. desember 2010 kl. 10:51

Hestar ekkert sérlega hrifnir

Talsverð umferð stórvirkra vinnuvéla hefur verið á svæðinu við jarðvinnu undanfarnar vikur og mánuði, ríðandi hestafólki til nokkurs ama. Fáksmenn eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir Landsmót 2012. Verið er að stækka áhorfendabrekkuna við Hvammsvöllinn til suðurs. Áhorfendabrekkan við Brekkuvöllinn hefur verið lækkuð um 160 sentimetra og þar með breikkar planið ofan hennar, sem hægt er nota sem bílastæði og eða stæði undur stúkur. Búið er að flytja mold á fyrirhugað tjaldstæði vestan við Vatnsveituveg. Það verður þökulagt. Á heimasíðu Fáks kemur fram að þessari framkvæmdalotu á að vera lokið fyrir áramót og þá munu trukkar, jarðýtur og gröfur yfirgefa svæðið í bili.