þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórveisla hestamanna

13. apríl 2014 kl. 22:41

Hrafn frá Efri-Rauðalæk og Baldvin Ari Guðlaugsson Mynd: Jón Björnsson

Fákar og fjör

Verður haldin í Léttishöllinni, Akureyri miðvikudaginn 16. apríl kl. 19:00. Hestaveisla fyrir alla fjölskylduna, fjölbreytt dagsskrá, veitingasala og kraumandi kjötsúpa í hléi.

Meðal annars koma fram:

Gæðingar frá Kvistum
Magnús Bragi og Óskasteinn frá Íbishóli
Stefán Birgir og Gangster frá Árgerði
Hvaða gæðinga koma Hinrik Bragason og Daníel Jónsson með??
Skeiðkappreiðar
Yngri knapar sýna listir sínar
Óvæntar uppákomur

Forsala aðgöngumiða er í Fákasporti og Líflandi og hefst hún í hádeginu á föstudag. 3000 kr. fyrir fullorðna og 1500 kr. fyrir 13-17 ára, frítt fyrir 12 ára og yngri. Hljómsveitin Knaparnir halda uppi fjörinu í Skeifunni að sýningu lokinni.