miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórsýning sunnlenskra hestamanna

15. apríl 2019 kl. 10:30

Sólbjartur frá Kjarri

Að kvöldi Skíradags, fimmtudaginn 18.apríl í Rangárhöllinni á Hellu!

Að kvöldi Skírdags, fimmtudaginn 18. apríl 2019, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu STÓRSÝNING SUNNLENSKRA HESTAMANNA.

Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun og verður boðið uppá eitthvað fyrir alla hestaáhugamenn - unga sem aldna.

Hross og knapar koma af öllu landinu og eru á öllum aldri. Meðal atriða eru hátt dæmdir stóðhestar og hryssur, afkvæmahestar, ræktunarbússýningar, hestvagnakeppni, skeiðkeppni og fleira sem gleður augað.

Húsið er opnað kl. 19:00 og sýningin hefst kl. 20:00. Forsala aðgöngumiða er á Tix.is

 Miðaverð er 3000 krónur og verða miðar seldir við hurð. 

Atriðin verða kynnt í vikunni og getið þið fylgst með á facebook - https://www.facebook.com/events/1173413406169251/

Við hvetjum alla unga sem aldna að gera sér ferð á þessa spennandi sýningu og skemmta sér saman!