þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórsýning sunnlenskra hestamanna

12. apríl 2017 kl. 12:00

Skýr frá Skálakoti.

Skýr frá Skálakoti kemur fram með afkvæmum ásamt fleiri fjölbreyttum atriðum

Stórsýning Sunnlenskra hestamanna er framundan á skírdag í Rangárhöllinni á Hellu. Að venju verða atriðin fjölbreytt, hestakosturinn gríðarlega sterkur, knaparnir á öllum aldri og íslenski hesturinn mun njóta sýn til hins ítrasta.

Fjöldi glæsi hesta mun koma fram má þar á meðal nefna. Stekk frá Skák, Púka frá Lækjarbotnum, Fræg frá Strandarhöfði, Prins og Mökk frá Hellu, Austra frá Úlfsstöðum, Veg frá Kagaðarhóli, Grím frá Skógarási, Rögni frá Minni-Völlum, Stúfur frá Kjarri, Magna frá Þjóðólfshaga, Jarl frá Árbæjarhjáleigu 2 og Ský frá Skálakoti með afkvæmum.

Ekki munu hryssurnar láta sitt eftir liggja því mæta munu Gloría frá Varmadal, Enja frá Miðkoti, Hátíð frá Hemlu, Elja frá Sauðholti, Aðgát frá Víðivöllum-Fremri, Saga frá Söguey, Hanna frá Herríðarhóli, Katla frá Hemlu og svo mætti áfram telja.

Fjöldi ræktunarbúa mun einnig mæta og fara yfir sinn hestakost, hestabraut FSU verður með atriði, sigur atriðin úr Parafimi Suðurlandsdeildarinnar og fleiri og fleiri.

Atriðin eru kynnt reglulega á viðburðarsíðu viðburðarins á facebook sem má nálgast hana hér: https://www.facebook.com/events/1890611514486765/permalink/1913924778822105/

Að sjálfsögðu hvetjum við alla til þess að tryggja sér miða í forsölu en þó er mikilvægt að mæta tímanlega því ekki eru tryggð ákveðin sæti og fara bestu sætin alltaf fyrst.Miðar verða einnig seldir á staðnum að venju.

Forsala fer fram hér: https://tix.is/is/event/3836/storsyning-sunnlenskra-hestamanna/