miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórsýning Sunnlenskra hestamanna

16. mars 2016 kl. 13:20

Stórsýning

Forsala aðgöngumiða er hafin.

Forsala aðgöngumiða komin á fullt skrið fyrir Stórsýningu sunnlenskra hestamanna í Rangárhöllinni á Hellu sem fer fram skírdagskvöld, fimmtudaginn 24. mars.

 

Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun og ættu allir hestaáhugamenn að sjá eitthvað við hæfi. Meðal annars munu koma fram Stórhöfðingjar á borð við Vígar frá Skarði, Óðinn frá Búðardal, Fal frá Þingeyrum og Baldvin frá Stangarholti. Knaparnir verða á öllum aldri, hestarnir á öllum aldri og því er eitthvað fyrir alla. Kynning á því sem fram fer á sýningunni ásamt öðrum tilkynningum má nálgast inn á Facebook viðburði á slóðinni : https://www.facebook.com/events/825253240913217/

Miðasala er í fullum gangi í hestavöruversluninni Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og inn á www.Tix.is
Miðaverð í forsölu er 1.000 kr fyrir 12 ára og yngri og 2.000 kr fyrir aðra sem er gjafaverð fyrir þá stórgóðu sýningu sem í vændum er. 


Það borgar sig að tryggja sér miða sem fyrst því við búumst við fjölmenni í Ranhárhöllinni þann 24.mars nk

 

Sjáumst í Rangárhöllinni á Stórsýningu Sunnlenskra hestamanna 24. mars!