föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórsýning fjölskyldunnar á föstudag

29. mars 2011 kl. 21:05

Stórsýning fjölskyldunnar á föstudag

Föstudagskvöldið 1. apríl næstkomandi verður haldin stórsýning fjölskyldunnar í reiðhöllinni í Víðidal. Stórsýningin er hluti af dagskrá Hestadaga í Reykjavík.

Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa veg og vanda að sýningunni sem verður fjölbreytt og skemmtileg og ættu ungir sem aldnir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stórsýning fjölskyldunar hefst kl. 20. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir 13.ára og yngri.