miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórsýning Fáks á laugardagskvöld

28. apríl 2011 kl. 10:31

Stórsýning Fáks á laugardagskvöld

Stórsýning Fáks fer fram í reiðhöllinni í Víðidal á laugardagskvöldið 30. apríl kl. 21. 

"Boðið verður upp á fjölbreyttan hestakost, ræktunarbú, stóðhesta, klárhryssur og alhliðahesta, skeið og sprell. Meðal þeirra sem koma fram eru stjórstjörnurnar frá Kálfholti, Röðull landsmótssigurvegari og Kjarnorka ofurhryssa, Viðar Ingólfsson mætir með hina glæsilegu Stemmu frá Holtsmúla, U21 hópurinn leikur listir sínar, borgfirsku gæðingarnir Eskill og Erpir fara á kostum og margt, margt fleira. Miðasala fer fram við innganginn og eru allir velkomnir," segir í tilkynningu frá sýningarstjórum.

Miðaverð er 2.000 kr., en frítt er fyrir 12 ára og yngri.