sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stormviðvörun á keppnissvæðinu

6. ágúst 2013 kl. 12:01

Horft yfir keppnissvæðið frá tjaldi blaðamanna fyrir stundu.

Mikill hiti hefur verið í Berlín í morgun. Um hádegisbilið var 31 stiga hiti. Fjórgangur er kominn á fullt eftir hádegishlé.

Það hefur verið mikill hiti á keppnissvæðinu þar sem HM2013 fer fram, í austurhluta Berlínar.  Um hádegisbilið (kl. 10 á íslenskum tíma) var 31 stiga hiti. Fjórgangur er aftur hafinn eftir hádegishlé.

Fyrir hálftíma var gefin út stormviðvörun hafa starfsmenn móthaldara og sölubása unnið að festa tjöld sín betur.

Viðvörunin gildir næsta klukkutímann en mótshaldarar eru bjartsýnir á að hann fari framhjá mótssvæðinu.