fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stormur og frelsi í faxins hvin

29. október 2014 kl. 18:00

Hjónin Jóhann og Sólveig sitja hér alsystkinin Kveik og Tinnu frá Miðsitju. Myndin er tekin á afkvæmasýningu Perlu frá Reykjum á Landsmóti á Vindheimamelum árið 1990.

Rabbað við Sollu í Miðsitju.

Þegar þau hjónin Jóhann Þorsteinsson, „Jói vakri“, og Sólveig Stefánsdóttir fluttust í Skagafjörðinn árið 1976 voru nokkrir umbrotatímar í hrossarækt og sýningum á Íslandi. Telja má á fingrum annarrar handar þá bændur og einstaklinga, sem á þessum árum helguðu ræktun og þjálfun reiðhestsins krafta sína, trúðu á verkefnið og vörðu til þess fjármunum.

„Það hafði lengi verið draumur okkar Jóa að komast yfir jörð og búa með hross. Þegar jörðin Miðsitja í Blönduhlíð losnaði við sviplegt fráfall bóndans, tókum við þá ákvörðun að selja húsið okkar á Króknum og leggja aleiguna í þetta nýja verkefni. Við festum jafnframt kaup á brúnu mer­tryppi sem búið var að heilla okkur og taka sér bólfestu í okkar sameiginlegu hrossasál. Þetta brúna mertryppi hét Krafla. Þegar sýnt var svo ekki varð um villst hvað í Kröflu bjó fengum við svo móður hennar, Perlu 4119, leigða og leiddum hana undir Höfða-Gust og okkur fæddist albróðir Kröflu, Kveikur, sem síðan var seldur Hrossaræktarsambandi Skagafjarðar og hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi eins og stóra systir.“

Sólveig er í veglegu viðtali í 10. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.