fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stormur og Árni á stórsýningu

1. apríl 2015 kl. 11:15

Stormur frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson

Stóðhesturinn Ómur frá Kvistum verður til sýnis í hléi.

Að kvöldi Skírdags, sem er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 2.apríl, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu stórsýning sunnlenskra hestamanna.

"Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun en atriðin á sýningunni eru af öllum toga. Þekkt keppnishross, ræktunarbú,afkvæmasýningar,hátt dæmdir stóðhestar og merar í blandi við óreynd og áður ósýnd hross.

Sem dæmi má nefna er að þrefaldur Íslandsmeistari og landsmótsmeistari í tölti Stormur frá Herríðarhóli og knapi hans Árni Björn Pálsson heiðra sýninguna með nærveru sinni.

Keppnishestabú ársins 2014, Þóroddsstaðir mætir með gæðinga sína og er víst að þar fara afkastahross sem geta glatt augað. Systkinin á Sunnuhvoli þau Arnar Bjarki,Glódís Rún og Védís Huld eru löngu orðin þekkt í hestaheiminum og ætla þau ekki að láta sitt eftir liggja á þessari sýningu.

Bergur og Olil mæta með stóran hóp af ungum afkvæmum Álffinns frá Syðri-Gegnishólum, Afkvæmi Loka frá Selfossi, Hruni frá Breiðumörk ásamt afkvæmum,Dætur Borða frá Fellskoti. Ræktunarhópar frá Kálfholti, Feti, Borg, Strandarhöfði, Leirubakka, Árbæjarhjáleigu og Miðkoti. Fjölskyldan á Árbakka mætir með hestakost úr sýnu hesthúsi. Þetta er aðeins brot þeirra atriða sem verða á dagskránni en atriðin eru alls 25.

Ómur frá Kvistum verður til sýnis í hléi þar sem ræktendum gefst kostur á að virða hann fyrir sér.

Aðgangseyrir er litlar 2000 krónur og eru miðar eingöngu seldir við hurð. Frítt er inn fyrir 14 ára og yngri.

Veitingasala er í reiðhöllinni.

Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu þann 2.apríl," segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. Rangárhöllin mun opna kl. 19 en sýningin hefst kl. 20.