þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stormur er stoltur

25. febrúar 2015 kl. 18:00

Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli. Árni hefur nú þjálfað Storm í þrjú ár og náð ótrúlegum árangri, sigur í tölti á Landsmóti og Íslandsmótum þrjú ár í röð.

Knapi ársins, Árni Björn Pálsson, er metnaðarfullur vinnuþjarkur.

„Sporthestar þurfa að vera með mjúkan háls, langt hnakkaband og hvelfda yfirlínu. Það gerir hestinum auðveldara með að koma í form og vinna í höfuðburði. Byggingin á Stormi gerir honum auðvelt fyrir að geta gengið í þessum burði á tölti og háreistur. Hann hefur sterkt bak og lend sem gerir honum auðvelt að safna sér. Sköpulagið hefur stórkostleg áhrif á það hvernig hesturinn skilar afköstum.”

En það er ekki einungis byggingin sem Árni Björn hefur heillast af við Storm heldur er það útgeislunin og karakterinn. „Stormur er einstakur karakter, stoltur og viljugur. Knapinn þarf að bera virðingu fyrir honum svo hann gefi sig allan í verkefnið.“

Knapi ársins, Árni Björn Pálsson, er í viðtali í 2. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.