sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Þjálfa

1. ágúst 2014 kl. 15:26

.

Árlegt mót á Einarsstöðum.

 Stórmót Þjálfa á Einarsstöðum verður haldið helgina 9. – 10. ágúst. Keppt verður í eftirfarandi greinum: A-flokki, B-flokki, Tölti, Skeiði og einnig í barna-, unglinga-, ungmenna- og öldungaflokki.

Miðaverð fyrir báða dagana er aðeins kr. 3000.- fyrir fullorðna en frítt fyrir börn undir 14 ára og (h)eldri borgara 67 ára og eldri. Þeir sem kjósa að koma einungis á sunnudeginum greiða kr. 1500.-

 Nánari upplýsingar um skráningu og síðar dagskrá og ráslista má nálgast á heimasíðu félagsins: www.thjalfi.123.is