miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót á Melgerðismelum

4. ágúst 2016 kl. 10:45

Gæðingakeppni Funa

Hið árlega stórmót hestamanna á Melgerðismelum verður haldið dagana 13. og 14. ágúst. Mótið er jafnframt gæðingakeppni Funa.
Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu.
Þá verður keppt í tölti T3 með tvo keppendur inni á velli í forkeppni.
Í kappreiðum verður keppt í 100 m flugskeiði, 150 m skeiði og 250 m skeiði, 300 m stökki og 300 m brokki.
Skráning og greiðsla skal fara fram fyrir klukkan 22.00 þann 10. ágúst.
Dagskrá og skráningarfyrirkomulag verður auglýst síðar.
Mótanefnd Funa.