þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Hrings

20. ágúst 2019 kl. 09:25

Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund

Skráning er hafin og keppt er í hinum hefðbundnu greinum íþróttakeppninnar

Nú er komið að hinu árlega Stórmóti Hrings. Mótið verður haldið á Hringsholtsvelli helgina 23-25 ágúst n.k. og keppt verður í eftirfarandi greinum:

 

Tölt (T1) opin flokkur/1 flokkur

Tölt (T3) 2 flokkur, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki

Tölt (T2)  opinn flokkur.

Fimmgangur (F1) Opin flokkur/1 flokkur

Fimmgangur (F2) 2 flokkur

Fjórgangur (V1) Opin flokkur/1 flokkur

Fjórgangur (V2) 2 flokkur, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki

100m skeið

150m skeið

250m skeið

Gæðingaskeið

250m stökk (ekki hægt að skrá sig í stökk á sportfeng. Skráningu skal senda á motanefnd@hringur.net)

 

Skráningargjöld: Frítt í barnaflokk, 3.500 kr í aðrar greinar.

 

Það verður rafræn tímataka í hlaupagreinum og 5 dómarar dæma í hringvallagreinum.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Lokafrestur fyrir skráningar og greiðslu skráningargjalda er þriðjudagurinn 20 ágúst kl 24:00

Skráningargjöld skulu greidd inn á reikning félagsins og staðfesting send á netfangið:

motanefnd@hringurdalvik.net