mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Hrings

Óðinn Örn Jóhannsson
14. ágúst 2018 kl. 08:13

Hestamannafélagið Hringur

Mótið verður haldið á Hringsholtsvelli helgina 24-26 ágúst

Nú er komið að hinu árlega Stórmóti Hrings. Mótið verður haldið á Hringsholtsvelli helgina 24-26 ágúst n.k. og keppt verður í eftirfarandi greinum:

Tölt (T1) opin flokkur/1 flokkur

Tölt (T3) 2 flokkur, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki

Tölt (T2)  opinn flokkur.

Fimmgangur (F1) Opin flokkur/1 flokkur

Fimmgangur (F2) 2 flokkur

Fjórgangur (V1) Opin flokkur/1 flokkur

Fjórgangur (V2) 2 flokkur, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki

100m skeið

150m skeið

250m skeið

Gæðingaskeið

250m stökk

Það verður rafræn tímataka í hlaupagreinum og 5 dómarar dæma í hringvallagreinum.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Lokafrestur fyrir skráningar og greiðslu skráningargjalda er þriðjudagurinn 21 ágúst kl 18:00.

Skráningargjöld skulu greidd inn á reikning félagsins og staðfesting send á netfangið:

motanefnd@hringurdalvik.net