mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Geysis

27. júlí 2013 kl. 10:24

Gaddstaðaflötum um Verslunarmannahelgina

"Verður haldið 2-3 ágúst á Gaddstaðaflötum við Hellu. Þetta er gæðingakeppni og töltkeppni. Keppt verður i A- og B-flokki gæðinga, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki. Einnig verður boðið uppá tölt og er um þrjá flokka að velja. T3 Opinn flokkur 1, T3 opinn flokkur 2 og svo T3 18.ára og yngri. ´

Skráning fer fram á heimasíðunni hmfgeysir.is undir skráningarhnappnum og er skráningargjald 3500kr á hverja skráningu og greiðist um leið og skráð er. Skráningu lýkur þriðjudaginn 30.júlí kl 23:59. Ef vandræði koma upp við skráningu er hægt að hafa samband  í síma 8637130 áður en skráningu lýkur." segir í tilkynningu frá nefnd Geysis.