sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Geysis

21. júlí 2011 kl. 16:07

Stórmót Geysis

Stórmót Geysis verður haldið um verslunarmannahelgina daganna 28.-31. Júlí að er fram kemur í tilkynningu frá stjórn Geysis.

“Mótið er opin gæðingakeppni  og einnig félagsmót Geysis þar sem hver og einn keppandi sýnir sitt prógram.  Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmenniflokki, B-flokki og A-flokki gæðinga. Einnig verður opin töltkeppni. Bjóðum líka upp á áhugamannaflokka í A- og B-flokki gæðinga ef næg þátttaka fæst.

Skráning fer fram mánudagskvöldið 25.júlí kl 19:00-22:00 í símum 8642118 Hallgrímur, 8978551 Elli, 8939966 Steinn, 8943106 Vignir.

Upplýsingar sem þarf við skráningu er IS-númer og nafn hests, kt og nafn eiganda, kt og nafn knapa. Skráningargjald er 3000 kr og greiðist með korti gegnum síma um leið og skráning fer fram.

Þeir sem hafa áhuga á því að koma með ræktunarbú á kvöldvökuna skulu hafa samband og skrá á sama tíma og skráning fer fram.

Sameiginlegt grill verður á sunnudagskvöldið 31.júlí, þar sem allir geta komið með á grillið og átt saman góða kvöldstund með góðri tónlist eins og í fyrra.

Miðaverð verður 1500 kr dagurinn eða 3000 kr allt mótið. Allt innifalið. Frítt fyrir knapa og börn 13 ára og yngri.”