laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Geysis

28. júlí 2014 kl. 13:30

Stórmót Geysis

Keppt í gæðingakeppni, tölti og skeiði.

Stórmót Geysis verður haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu um verslunarmannahelgina dagana 1.- 3. ágúst  2014.

Keppt verður í öllum flokkum gæðingakeppninar (A- og B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki) einnig verður keppt í tölti (T1) opnum flokki og 100m skeiði. 

Skráning fer fram á heimasíðu Geysis hmfgeysir.is undir hnappnum skráning. Skráningargjald er 2.500 kr í skeið og 4.000 kr í alla aðra flokka nema frítt er fyrir börn og unglinga. Skráningargjald greiðist um leið og skráð er en skráningu lýkur þriðjudagskvöldið 29. júlí kl. 23:59.